Ný útgáfa Teljari.is

Ritað 2 Nóvember, 2022 | Almennt | skoðað 213 sinnum | Áætl. lestími 4 mínútur

Nýr vefur, nýr talningahamur, og fleiri eiginleikar.

Í dag 1. Nóvember ræsum við með ánægju útgáfu 2.0 af Teljari.is, og hefur þróun vefsins verið töluverð undafarna daga og mikið kapp lagt á að bæta við ýmsum eiginleikum sem ekki voru aðgengilegir áður, og getum því með sagt að frá útgáfu 1.0 sem við ræstum 4. janúar á þessu ári hefur mikið vatn runnið til dýrafjarðar.


Meðal eiginleika sem við höfum bætt við í kerfið eru t.a.m:

  • Uppfærsla á léttútgáfu teljarans, en lauflétt útgáfa gerir allt sem gera þarf þegar telja á umferð á vefnum eins og hann var áður, nema nákvæmnari niðurstöður sem hægt er að sundurliða betur og sama skapi skilja betur um leið. (Einnig notar lauflétt útgáfa Teljara.is ekki vafrakökur né staðbundna geymslu gagna í tölvum notanda.)
  • Þróun á háþróaðari útgáfu, hún er þyngri en sú lauflétta en þó ekki þannig að hún hefur áhrif og hægir ekki á neinu en sú útgáfa gerir þér kleift að sjá nákvæmarni upplýsingar um gesti vefsins en áður t.d.
  • Þú getur stofnað hitakort og séð hvar gestir þínir smella mest á vefsíðunni þinni, hvort sem það er í snjalltækjum eða tölvum., með þessu getur þú tekið hnitmiðaðar ákvarðanir varðandi upplýsingaflæði vefsins og ráðstafað, breytt, eða bætt upplýsingar í þeirr röð sem fólk vill fá þær.
  • Þú getur tekið upp "Upptökur" af gestum vefsins, en með þeirri tækni nýtum við svo kallaðar viðburði eða aðgerðir notanda og skráum það niður, þannig að eitt skrun (e.scroll) eða smellur á vefsíðunni er tekinn upp sem slíkur, til þess má geta að þessi upptaka er ekki í gerð í þeirri meiningu að við höfum aðgang að skjám hjá einstaklingum, heldur skráum við hverja staðsetningu sem notandin gerir, mús, innslátt lyklaborðs, skroll upp á niður o.s.frv, og byggjum það svo ofan á fyrirfram gerða vefsíðu sem er gerð þegar vefurinn er stofnaður í mælingu eða þessi hamur gerður virkur, allar upptökur sem taka upp hegðunarminstur notanda eru nafnlaus og órekjanlegur að fullu. (Þessi útgáfa er þó enn í prófunarþróun og þeir vefir sem hafa nýtt sér hana í prufur eru afskaplega ánægðir með niðurstöðuna.)
  • Mánaðarlegar skýrslur hafa verið uppfærðar til muna, og nú eru skýrslurnar með ítarlegri upplýsingum en voru áður.
  • Réttur til að gleymast, eða virða endanotanda um að vera ekki mældur (e. Opt-Out) hefur verið stórlega bætt og er mikilvægt sem nýta sér þjónustu Teljara.is að kynna sínum endanotendum fyrir þeim möguleika, en sá möguleiki gerir það að verkum að þeir notendur sem vilja ekki láta mæla sig geta bætt við vefslóð vefsins hver sem hún er ákveðnum parameter eða breytu, eða eru með uppsettan vafra eða viðbót sem virðir DNT (Do-Not-Track) en vefslóð t.d. gæti verið https://teljari.is/?teljari_optout=true og við það hættir vefurinn að mæla þann einstakling sem virkjar þá stillingu, stillingin nær þó ekki yfir vafra sem eru hulinsvefir (e.Incognito) og ef vafranum er lokað eða skammtímaminni hans hreinsað. Hægt er að sjá stillingar og möguleika til að virða DNT, og Opt-Out á hjálparsíðu vefsins.
  • Við uppfærðum einnig frekari kröfur er kemur að persónuvernd, en við erum nú með samþættingar vegna GDPR sem var fyrir, og að viðbættum CCPA, PECR samhæfingu.
  • Við bættum við deildarkerfi, í stað þess að leyfa notandanum að slá inn vefslóð teljara og svo vefslóð vefsvæðisins sem mælt er er hægt að stofna deildir og stofna notendur, eða gefa fyrrum skráðum notanda í kerfinu hjá okkur aðgang að svæði þar sem hann hefur aðgengi á að skoða gögn vefsins og tölfræði hans., hægt er að takmarka notandan við ákveðna vefi, eða undirlén sé aðal notandi með fleiri en 1 lén í vefmælingu.
  • Allir notendur hafa svo rétt á að gleymast, en gögn eru órekjanleg til einstaklinga hvernig sem hún er mæld, og IP-tala endanotanda er möskuð (handahófs-ruglingur) en skilgreind hvort vistfangið/IPtalan sé Íslensk, eða erlend og ef erlend hvaðan hún kemur.


En að ofangreindu töldu, erum við afskaplega ánægðir með niðurstöðuna og mælum með að prófa talningu Teljara.is og getur þú með einfaldri skráningu og uppsetningu vefmælikóðans prófað vörur Teljara.is án skuldbindinga frítt í 30 daga, og óháð áskriftarleið sem er valin.

Uppfært þann 8 Desember, 2022

Flokkar

Vinsælar greinar